Fréttir úr Futsal.

Fréttir úr Futsal.

Hefð hefur myndast fyrir því að Uppsveitir taki þátt í íslandsmótinu í futsal og oftar en ekki er félagið fengið til að hýsa keppnisdag í íþróttahúsinu á Flúðum. 

Þetta árið vorum við í A-riðli með Ísbirninum, Hvíta Riddaranum, Vængjum Júpíters og KM. Leiknar voru tvær umferðir, sú fyrri á Flúðum og sú seinni í Digranesi. Stigasöfnun Uppsveita var ekki upp á marga fiska þetta árið en uppskar liðið einungis 1 stig úr 8 leikjum og skoraði liðið 4 mörk. (Kristján Valur, Helgi Valdimar, Sólmundur x2).

Það má vel segja að riðillinn hafi verið í erfiðari kantinum og mikill metnaður lagður í mótið af flestum liðum. Þess má geta að efstu 2 lið riðilsins rötuðu alla leið í úrslitaleik mótsins. Frammistaða Björns Mikaels markmanns heillaði marga og fékk Hvíti Riddarinn hann til liðs við sig fyrir úrslitakeppnina. Komst Björn með þeim alla leið í úrslitaleikinn þar sem Hvíti laut í lægra haldi gegn Ísbirninum í skrautlegum leik. Meira um það hér. Við óskum Bjössa að sjálfsögðu til hamingju með árangurinn. 

Futsal sérfræðingarnir Eyþór og Óðinn Árnasynir voru fengnir til að þjálfa liðið í stuttan tíma fyrir mót og stýra því. viljum við þakka þeim hjálpina og vonumst við til að þeir séu klárir í slaginn aftur í haust ;) 

Coaches

 

Back to blog