Fyrirliði kveður

Fyrirliði kveður

Okkur þykir leitt að tilkynna að Kristinn Sölvi verður ekki með okkur í sumar. Hann hefur lyft liðinu okkar grettistaki undanfarin tímabil en í sínum 37 leikjum fyrir Uppsveitir hefur hann skorað 23 mörk og framleitt óteljandi stoðsendingar. Hann bar fyrirliðabandið síðasta sumar og stóð sig frábærlega í því hlutverki. Takk fyrir allt Kristinn Sölvi, þú ert alltaf velkominn aftur í rauðu treyjuna ❤️
Til stuðningsmanna: Við erum heldur betur ekki af baki dottnir þrátt fyrir blóðtökuna og við munum tilkynna ykkur liðsstyrkingar á næstu dögum í formi nýrra leikmanna, viðburða og annari framþróun utanvallar!
Back to blog