Aðalfundur ÍBU var haldinn þann 17. Apríl síðastliðinn í félagsheimilinu á Flúðum, nánar tiltekið í Huppusal.
Mæting var skárri en oft áður og umræður líflegar. Fundarstjóri var Gústaf Sæland og fundarritari Sólmundur Magnús.
ÞAÐ HELSTA:
Formaður (Sólmundur) flutti skýrslu um síðastliðið starfsár og gjaldkeri (Gústaf) lagði fram ársreikning sem samþykktur var einróma.
Kynntar voru hugmyndir um knattspyrnusumarið og var út frá umræðum fundarins ákveðið að kannað skyldi möguleika á að vera með sérstakar kvennaæfingar í tilraun til að fjölga þeim í iðkendahópnum. Einnig var komið inn á mikilvægi þess að hafa einhverskonar æfingar í boði fyrir börn á öllum aldri og samþykkti fundurinn að unnið skuli að því að bæta framboð æfinga fyrir leikskólabörn annars vegar og unglinga (4. og 3. flokkur) hinsvegar.
Yfirstandandi viðræður við sveitarfélög um samstarfssamning voru ræddar en ef tekst að undirrita samning í sumar gefst tækifæri til þess að efla starfið yfir allt árið og vera með skipulagt starf yfir veturinn. Það verði að teljast jákvætt en ljóst að mörgu þurfi þá að huga að t.d. í ráðningu þjálfara fyrir veturinn. Fundurinn þakkar oddvitum sveitarfélaga Grímsnes- og Grafningshrepps, Skeiða- og Gnúpverjahrepps, Bláskógabyggðar, og Hrunamannahrepps fyrir að hefja viðræður við félagið og nálgast verkefnið af jákvæðni.
Samþykktar voru á síðasta aðalfundi tillögur að nýjum lögum. En í ljós kom að þau stóðust ekki kröfur íþróttayfirvalda og var því samþykkt á þessum aðalfundi að hverfa frá þeim tillögum og halda lögum félagsins frá 2019.
KÖRFUBOLTI?
Fundurinn samþykkti að stofna körfuboltaráð innan félagsins sem muni leita leiða til að hefja undir merkjum félagsins körfuboltastarf. Eyþóri Orra er falið að manna ráðið og fara með formennsku í því.
STJÓRN OG NEFNDIR:
Kosið var í stjórn ÍBU og voru eftirfarandi aðilar kjörnir:
Formaður: Sólmundur Magnús Sigurðarson
Vara-formaður: Gísli Þór Brynjarsson
Gjaldkeri: Gústaf Sæland
Ritari: Auður Ólafsdóttir
Meðstjórnendur:
Edda Arndal
Eyþór Orri Árnason
Ragnar Dagur Hjaltason
Varamenn: Þorsteinn Hauksson og Gestur Einarsson (frá Hæli)
Einnig var skipað í yngriflokkaráð og meistaraflokksráð í knattspyrnu:
Yngri flokka ráð:
Auður Ólafsdóttir (form.)
Edda Arndal
Gústaf Sæland
Hilmar Ragnarsson
Ingvi Rafn Óskarsson
Sigurjón Snær Jónsson
Sólmundur Magnús Sigurðarson
Meistaraflokksráð:
Gústaf Sæland (form.)
Gísli Þór Brynjarsson
Guðjón Örn Sigurðsson
Matthías Bjarnason
Ragnar Dagur Hjaltason
Sólmundur Magnús Sigurðarson
Þorsteinn Hauksson
Körfuboltaráð:
Eyþór Orri Árnason (form.)
*í mótun*
Fundurinn færir þakkir til fráfarandi stjórnarmeðlima og nýjir boðnir kærlega velkomnir. Það stefnir allt í gott sumar og bjarta framtíð.
ÁFRAM ÍBU