Uppsveifla í Uppsveitum!

Uppsveifla í Uppsveitum!

Sergio Fuentes Jorda hefur samið við okkur Uppsveitunga. Fuentes spilaði með Skallagrím í fyrra við góðan orðstír í 4. deildinni. Hann spilaði 13 leiki, skoraði í þeim 7 mörk og gaf nokkrar mikilvægar stoðsendingar. Hann er 21. árs gamall, leiftursnöggur og teknískur leikmaður sem á eftir að skemmta áhorfendum í sumar. Hann getur spilað hvar sem er á vellinum en er líklega best nýttur á kanntinum eða framarlega á miðjunni. Og til að setja punktinn yfir i-ið þá segja sögurnar að hann sé einhleypur!
Hann lendir á klakanum í dag ásamt George okkar og verða þeir klárir fyrir bikarleikinn gegn Hamar um helgina! Fleirri fréttir á leiðinni í vikunni.
Back to blog