Ekkert bikarævintýri í ár

Ekkert bikarævintýri í ár

Uppsveitir féllu úr leik í 1. umferð mjólkurbikars karla þetta árið og því ekkert bikarævintýri þetta árið. Liðið laut í lægra haldi gegn Kára í Akraneshöllinni 6. apríl sl. og enduðu leikar 5-0. 

Kári spilar í 3.deild og sást deildarmunurinn á liðunum.
Uppsveitir hófu undirbúninginn ekki vel. Uppsveitamenn mættu galvaskir í íþróttamiðstöðina á Akranesi með rauðu búningatöskuna og áttaði búningastjórinn sig á því þar að Káramenn spila í rauðu. Stórt klúður en Akranesingar sýndu því skilning og buðust til að spila í bláa varasettinu.
Uppsveitamenn voru svo þakklátir að þeir gáfu heimamönnum mark strax á 5. mínútu sem þeir skoruðu með skallamarki út frá aukaspyrnu. Guðjón Örn var ekki lengi að komast í hausinn á andstæðingunum og fara þeir að ýta honum til á 20' mín en dómarinn kom Guðjóni til varnar og hótaði spjöldum. Á 31' mínútu fékk Helgi Valdimar á sig víti í dóm sem gestaliðið var ósammála. Síðan hvenær er bannað að knúsa í horni??
Heimaliðið skorar úr því og bætir svo öðru marki við fyrir hálfleik úr vel útfærðri skyndisókn á 41'mín. 

Síðari hálfleikur fór ágætlega af stað þar sem Quico átti skot í þverslánna úr aukaspyrnu. Uppsveitir kannski að fara að koma sér í leikinn? Nei sögðu Káramenn og skoruðu sitt fjórða á 48' mín. Restin af leiknum var tíðindalítil og fá færi hvoru megin. Káramenn bættu öðru marki við á 71' og þar við sat. 

Þá er það bara fókus á deildina. Fyrsti leikur í deild er þriðjudaginn 14. maí gegn SR í Þróttheimum, Laugardal kl 20. 

mynd: Byrjunarlið ÍBU: e.fv: Guðjón Örn, Sindri Þór, Samuel Hernandez, Matthías Jens, Pétur Geir, Steinar Benóný.
n.fv: Quico Vanó, Ragnar Ingi, Gústaf Sæland, George Rasvan, Helgi Valdimar. 
Einnig komu við sögu í leiknum: Vadims Senkovs, Magnús Skúli, Sólmundur, Tómas Ingi, og Kolbeinn. 

ÁFRAM ÍBU
Back to blog