Nýr leikmaður!

Nýr leikmaður!

Félagið hefur náð samkomulagi við Samuel Hernandez Gomez eða „Samu“ um að spila með liðinu í sumar. Samu kemur frá Murcia á Spáni þar sem hann hefur spilað í neðri deildum Spánar en þess má geta að hann hefur spilað á Íslandi áður en gerði hann það með Hött/Huginn á Egilsstöðum sumarið 2020.  

Samu

Besta staða Samu á velli er djúpt á miðju eða í „sexunni“. Samu er öruggur á boltanum ásamt því að vera sterklega byggður og stæðilegur. 

Samu þekkir til George og Quico sem hafa reynst félaginu vel undanfarin ár og þess má geta að þeir framlengdu samning sinn við félagið nýverið. Það verður spennandi að sjá hvernig þríeykinu mun vegna á iðagrænum Flúðavelli í sumar. 

 

Það er fleiri frétta að vænta hjá ÍBU á næstu dögum, fylgist endilega með! 

ÁFRAM ÍBU 

Back to blog