Riðillinn klár - Suðurlandsslagir og vesturferðir bíða liðsins í sumar.

Riðillinn klár - Suðurlandsslagir og vesturferðir bíða liðsins í sumar.

Búið er að raða í riðla í 5. deild karla á Íslandsmóti KSÍ í sumar. Keppt verður í tveimur 8-liða riðlum og fara tvö efstu lið hvors riðils í úrslitakeppni í haust. Uppsveitir eru í B-riðli og er ýmsa áhugaverða mótherja að finna þar. 

Öll sunnlensku liðin eru saman í riðli, Uppsveitir, KFR og Stokkseyri og verður því nóg af suðurlandsslögum í sumar. Einnig verður nóg um ferðalög en í riðlinum eru Hörður Ísafirði og bíóstjörnurnar í Reyni Hellissandi en um það lið var nýlega gerð kvikmyndin Heimaleikurinn (2023). 

Í riðlinum eru einnig 3 lið af höfuðborgarsvæðinu en þau eru Smári úr kópavogi, Mídas úr Fossvoginum, og Skautafélag Reykjavíkur sem spila í laugardal. 

Gamanið hefst allt 15. maí er ÍBU heimsækir SR í Laugardalnum. Fyrsti heimaleikurinn á Probygg- vellinum er síðan 22. maí gegn Stokkseyri. Við fáum síðan heimaleik í lokaumferðinni gegn engum öðrum en Rangæingum í KFR laugardaginn 24. ágúst. Leikjaplan.

Þetta stefnir í spennandi sumar og getum við ekki beðið eftir að taka á móti stuðningsmönnum í brekkunni á Probygg- vellinum í vor. ÁFRAM ÍBU! 

 

Aukafróðleikur: 

Uppsveitir hafa aldrei áður mætt liðunum að vestan, Herði og Reyni, en af liðunum í B- riðlinum hefur Skautafélagið oftast orðið á okkar vegi eða alls 4 sinnum, hafa það ávallt verið hörkuleikir.

Voru þið á einhverjum þessara leikja? 

 

ÍBU hefur ekki tekist að sigra Stokkseyri í opinberum keppnisleik þó það hafi vissulega komið fyrir í æfingaleikjum. Verður Grýlan kveðin niður í sumar? 

Back to blog