Skellur í fyrsta leik - suðurlandsslag frestað

Skellur í fyrsta leik - suðurlandsslag frestað

Lið Uppsveita kemur ekki vel undan vetri ef marka má úrslit úr fyrsta leik í Lengjubikarnum. Leikur Uppsveita og Hafna fór fram í Nettóhöllinni Reykjanesbæ síðastliðinn sunnudag og enduðu leikar 10-1 fyrir heimaliðinu. Uppsveitamenn voru fámennir með aðeins 2 varamenn og þurfti annar þeirra að koma inn strax á 28. mínútu vegna meiðsla. Þá var staðan strax orðin 4-0 og staðan í hálfleik var 6-1 en mark Uppsveita skoraði nýliðinn Sindri Þór Arnarsson úr aukaspyrnu. Hans fyrsta mark fyrir félagið og bjartur blettur í annars svartri mynd dagsins.  
Ekki gekk mikið betur í seinni hálfleik og enduðu leikar eins og fyrr segir 10-1. 

Ýmislegt má bæta fyrir næstu leiki en liðið fær aðeins lengri tíma til að stilla saman strengi á æfingasvæðinu þar sem suðurlandsslagurinn við Hamar sem átti að fara fram um helgina hefur verið frestað að ósk Hvergerðinga. Verður hann leikinn 26. mars á Domusnova-vellinum í Breiðholti kl 20:00.
Næsti leikur verður því gegn Álafossi á Malbikstöðinni við Varmá sunnudaginn 10. mars kl 18.
Back to blog