• #2 Gústaf Sæland

    Þjálfarinn sem stýrir yngri flokka starfinu og jú, hann getur líka spilað leikinn! Verið með okkur síðan mitt sumar 2020, Uppsveitungur.

  • #10 Víkingur Freyr Erlingsson

    Flóamaðurinn tekur enga fanga, nautsterkur en samt leikinn með boltann. Coverar allar stöður á vellinum en nýttur oftast í vörninni. Með frá upphafi!

  • #7 George Razvan

    Spænsk-Rúmenska markavélin kom til okkar sumarið 2022, ótrúlegt eintak sem skorar, algjör martröð fyrir varnarmenn andstæðingsins.

  • #6 Guðjón Örn Sigurðsson

    El Capitan! Gauti hefur verið með okkur frá upphafi, Uppsveitungur í húð og hár. Mætir á traktor í leiki, sigrar þá og fer að heyja eða mjalta.

  • #17 Guðmundur Aron Víðisson

    Gummi sterki, með jafnvægispunktinn á réttum stað og eitraðar lokasendingar á sínum degi. Leysir allar stöður en hefur stýrt vörninni undir stjórn Liam Killa. Uppsveitungur!

  • #9 Pétur Geir Ómarsson

    Tattúeraði og stífgelaði Hvergerðingurinn kom til okkar 2021. Leysir allar fremstu stöður vallarins vel, með markanef og gjörsamlega baneitrað útlit sem varnarmenn hræðast.

  • #5 Quico Vañó Sanjuan

    Pedri okkar Uppsveitunga, Spánverjinn knái kom til okkar 2022 og er strax orðinn heimamaður. Fáránlega snöggur og lúnkinn með boltann við lappirnar og gefur eitraðar sendingar. Stýrir miðjunni sem og liðinu af yfirvegun.

  • #21 Helgi Valdimar Sigurðsson

    Bóndinn í Skollagróf hefur verið með okkur frá upphafi. Hann mætir oftar en ekki á traktornum með bróðir sínum og er iðulega 20 min seinn á æfingar vegna mjalta. Uppsveitungur í húð og hár!

  • #4 Gísli Þór Brynjarsson

    Formaðurinn, framkvæmdastjórinn og eigandinn! Gísli hefur verið með frá upphafi og verið allt í öllu, allt frá því að sækja styrki yfir í að fylla á bensín fyrir misgáfaða leikmenn. Er að gera sig líklegann til að spila á fullu í sumar! Uppsveitungur.

  • #32 Benedikt Fadel

    Barnabarn Fúsa Kristins hefur verið með frá upphafi. Mikilvægur innan sem utanvallar enda góður fótboltamaður og en betri vallargerðarmaður. Stærðfræðingurinn og smiðurinn hefur reynst liðinu ómissandi. Verður frá í sumar þar sem hann er í lærða skólanum erlendis.

  • #Bekkurinn Matti og Sóli

    Teymið sem sér um að snúa hjólum liðsins. Peningamálin, pulsurnar, vatnsbrúsarnir, vallarumgjörð, fjáraflanir, geðheilsa leikmanna, sjúkrakassinn og lengi mætti telja. Leikmenn sem spila lítið en skipta miklu máli. Uppsveitungar!

1 of 11